Aðalfundur á fimmtudag

Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 2. september í Skipholti 50 A klukkan 20.00 eins og áður hefur verið auglýst. Auglýst er eftir framboðum í stjórn og framkvæmdaráð og áhugasamir beðnir um að senda tilkynningu um framboð á sterkaraisland@sterkaraisland.is fyrir fimmtudag.
Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:
1. Skýrsla fráfarandi stjórnar
2. Lagabreytingar
3. Framboð kynnt
4. Kosning til stjórnar
5. Kynning á hópastarfi í framhaldi af fundinum Áfram með smjörið
6. Stutt innlegg frá Aðalsteini Leifssyni
7. Önnur mál
Núgildandi samþykktir félagsins: http://www.sterkaraisland.is/um-okkur/samþykktir/

Fráfarandi stjórn hefur lagt fram eftirfarandi tillögur að breytingum á samþykktum félagsins, athugið ef breytingarnar ná fram að ganga verður kosið eftir nýjum samþykktum.
Tillögurnar er að finna á þessari slóð:
http://www.sterkaraisland.is/drog-að-nyjum-samþykktum/
Athugið að fundurinn er aðeins opinn félagsmönnum en hægt er að skrá sig í félagið með því að smellla á þennan link og skrá sig.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Stjórn STERKARA ÍSLANDS


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband